Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 28. júní 2022 14:00
Elvar Geir Magnússon
Origi er í Mílanó að ganga frá málum
Divock Origi.
Divock Origi.
Mynd: EPA
Belgíski sóknarmaðurinn Divock Origi er staddur í Mílanó þar sem hann er í læknisskoðun áður en hann gengur formlega í raðir AC Milan.

Origi yfirgaf Liverpool þegar samningur hans rann út.

Þessi 27 ára leikmaður skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir Liverpool, þar á meðal annað mark liðsins í 2-0 sigri gegn Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019.

Origi skrifaði undir hjá Liverpool 2014 og skoraði 41 mark í 175 leikjum.

AC Milan varð Ítalíumeistari í fyrsta sinn í meira en áratug á síðasta tímabili, liðið var tveimur stigum á undan erkifjendunum í Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner