Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 28. júní 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ortega búinn að kveðja stuðningsmenn - Fer til Man City
Mynd: EPA

Manchester City er búið að semja við þýska markvörðinn Stefan Ortega sem kemur á frjálsri sölu frá Arminia Bielefeld.


Ortega á að taka við af Zack Steffen sem varamarkvörður fyrir Ederson. Hann hefur verið hjá Arminia Bielefeld síðustu fimm ár og var fjórði markvörður Þýskalands fyrir EM 2020.

Ortega er búinn að kveðja stuðningsmenn Arminia og segir Fabrizio Romano að hann sé búinn að skrifa undir hjá Englandsmeisturum Man City.

Ortega er 29 ára gamall og hefur áður spilað fyrir 1860 München.

Hinn bandaríski Steffen er á sölulistanum hjá Man City en hann spilaði 21 leik á tveimur árum hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner