Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. júlí 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Klopp segir Firmino nauðsynlegan fyrir Liverpool - Alisson ekki með á laugardag
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp segir að Roberto Firmino sé Liverpool gríðarlega mikilvægur. Juventus hefur áhuga á að fá brasilíska sóknarmanninn í sínar raðir.

Sjá einnig:
Trúir því að Firmino verði ósáttur með spiltíma á næstu leiktíð

Bikarmeistarar Liverpool mæta Englandsmeisturum Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn á laugardag og á fréttamannafundi fyrir leikinn var Klopp spurður út í stöðu Firmino í liðinu.

„Bobby skiptir sköpum fyrir okkur, hann er hjarta og sál liðsins. Allt lítur vel út. Hann er okkur nauðsynlegur," segir Klopp.

Á fundinum kom einnig fram að markvörðurinn Alisson og Diogo Jota verði ekki með í leiknum á laugardag.

„Alisson æfði meira í dag en í gær svo hann verður pottþétt klár gegn Fulham í fyrstu umferð deildarinnar. Því miður er einhver bið í að Diogo verði klár," segir Klopp.

Allt bendir til þess að Adrian verði í markinu á laugardag þar sem Caoimhin Kelleher er einnig fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner