Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 28. júlí 2023 23:13
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Kannski ekki okkar besti leikur í sumar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það var aldrei nein hræðsla í mínu liði“
„Það var aldrei nein hræðsla í mínu liði“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frábær sigur á erfiðum útivelli. Við höldum okkar góða gengi áfram. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur í sumar en nóg til þess að fara með þrjú stigin heim. Mér fannst þróast vel. Við gerum vel að fara með forystuna inn í hálfleikinn og við ræddum það í hálfleik að við myndum fá góðar stöður í seinni hálfleik sem við gætum nýtt okkur og strákarnir nýttu þær stöður virkilega vel. Mér fannst okkar leikplan ganga fullkomnlega upp og við gerðum vel í að vinna þennan leik.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir magnaðan 5-2 sigur á Aftureldingu í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  5 ÍA

Þú hlýtur að vera ánægður með færanýtingu þinna manna í dag og þá kannski sérstaklega hjá Viktori sem skoraði fjögur mörk í kvöld?

Já Viktor gerði gífurlega vel í að koma sér í þessar stöður og kantararnir gerðu vel í því. Hrós á liðið fyrir þessar sóknir. Við vorum að keppa á móti liði sem hefur farið á himinskautum í sumar. Það var vel gert að klára það.

Eftir að þeir minnka muninn í 2-1 myndi maður halda að það væri líklegra að þeir myndu jafn en að þið mynduð bæta í. Síðan skorið þið þrjú mörk á átta mínútum. Hvað fannst þér gerast á þessum átta mínútum?

Eins og ég sagði að þá héldum við bara við okkar og það var svosem aldrei nein hræðsla í mínu liði sama hver væri staðan. Við vissum það að ef við myndum halda okkur við okkar að þá myndum við fá þessar stöður og þessi tækifæri og þá var það bara undir okkur komið að klára það og strákarnir gerðu það virkilega vel.

Maggi, þjálfari Aftureldingar, vildi fá rautt á Arnór Smára þegar hann brýtur á Arnóri Gauta þegar hann er nánast kominn einn í gegn. Hvernig sást þú þetta?

Ég skil Magga alveg vel í því fyrst að hann dæmdi. Mér fannst fyrst eins og hann hafi náð í boltann, þaðan sem ég stóð en það er erfitt að meta þetta þegar maður stendur svona langt frá þessu. En mér fannst þetta ekki vera aukaspyrna og ég held að Pétur hafi metið það þannig að Arnór Gauti hafi ekki verið kominn með vald á boltanum. Ég held að Maggi vinur minn sé ansi fljótur að gleyma. Þróttur voru að spila hérna um daginn þegar Rasmus tekur sóknarmann niður sem aftasti varnarmaður og fær bara gult fyrir það. Hann er kannski fljótur að gleyma í því en ég get ekki metið þetta, ég stend svo langt frá þessu. Mér fannst Pétur dæma þennan leik mjög vel. Hann hafði góð tök á honum og stjórnaði honum vel.

Hvernig fannst þér nýju leikmennirnir í dag? Við fengum lítið að sjá Martein en Albert kemur inn á og leggur upp eitt mark.

Já Albert er náttúrulega bara frábær og hann kom sér í dauðafæri þar að auki. Það var gífurlega öflug liðsheild í dag og menn voru að vinna fyrir hvorn annan, það er karakter í þessu liði. Albert smellpassar inn í það. Það er frábært fyrir okkur á þessum tímapuntki að fá Albert inn í þennan hóp. Hann smellpassar inn í okkar stefnu í leikmannamálum, hann smellpassar inn í þessa leikstöðu sem Daníel og Haukar voru búnir að spila í sumar. Albert smell passar inn í allt okkar starf. Sama skapi með Martein sem hefur spilað vel í sumar og er að ná sér eftir meiðsli. Hann mun nýtast okkur mjög vel líka, hann styrkir okkar hóp alveg eins.“

Það var geggjuð stemning í stúkunni í kvöld. Fannst þér eins og leikmennirnir þínir fengu einhverja auka orku frá Skagafólkinu í stúkunni?

Já heldur betur. Þessar aðstæður eru náttúrulega upp á 10. Aðstæður frábærar, veðrið frábært, völlurinn frábær og áhorfendur frábærir.

Þið eigið Leikni næst á heimavelli á miðvikudaginn. Hvernig metur þú þann leik og kannski framhaldið, horfið þið upp í fyrsta sætið eftir þessi úrslit í dag?

Já það er ekki í okkar höndum. Það sem er í okkar höndum er að halda áfram að bæta okkur sem við erum að gera. Það er eina sem við getum gert en ef Afturelding misstigur sig eitthvað meira í sumar er það undir okkur komið að nýta það og fylgja fast á eftir. Við ætluðum að mæta hérna og gefa tóninn og sýna öðrum liðum að það er vel hægt að vinna hérna.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir góðan 5-2 sigur á útivelli gegn Aftureldingu sem hafði ekki tapað leik í deildinni fyrir leik.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner