ÍA tekur á móti Stjörnunni í Bestu-deild karla klukkan 17:00 og byrjunarliðin eru núna klár.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 3 Stjarnan
ÍA gerði 1 - 1 jafntefli við FH í síðasta leik í Kaplakrika. Jón Þór Hauksson þjálfari liðsins gerir enga breytingu á liði sínu frá þeim leik.
Stjarnan vann mikilvægan 2 - 1 sigur á Paide í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn en liðin mætast svo aftur á fimmtudaginn. Frá þeim leik gerir Jökull I. Elísabetarson þjálfari liðsins 7 breytingar á liðinu.
Árni Snær Ólafsson fer í markið fyrir Mathias Rosenörn og þeir Heiðar Ægisson, Óli Valur Ómarsson, Guðmundur Kristjánsson, Emil Atlason, Örvar Logi Örvarsson og Róbert Frosti Þorkelsson fara allir út úr liðinu.
Inn koma Jóhann Árni Gunnarsson, Adolf Daði Birgisson, Þórarinn Ingi Valdimarssson, Daníel Finns Matthíasson, Baldur Logi Guðlaugsson og Haukur Örn Brink.
Í raun er réttar að telja fram hverjir spila leikinn í dag og spiluðu Evrópuleikinn, það eru bara fjórir leikmenn, Sindri Þór Ingimarsson, Örvar Eggertsson, Kjartan Már Kjartansson og Helgi Fróði Ingason.
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Þórarinn Ingi Valdimarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
11. Adolf Daði Birgisson
19. Daníel Finns Matthíasson
28. Baldur Logi Guðlaugsson
30. Kjartan Már Kjartansson
35. Helgi Fróði Ingason
37. Haukur Örn Brink
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir