Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. ágúst 2021 15:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Tvö mörk í uppbótartíma í jafntefli Newcastle og Southamton - Everton vann
Mynd: EPA
Fimm leikjum í Ensku Úrvalsdeildinni er nýlokið.

Everton vann Brighton með tveimur mörkum gegn engu. Demarai Gray kom Everton yfir undir lok fyrri hálfleiks og eftir smá reykistefnu milli Richarlison og Calvert-Lewin tók hinn síðarnefndi vítaspyrnuna sem kom Everton í 2-0 og þar við sat.

Ivan Toney skoraði sitt fyrsta mark í Úrvalsdeildinni er hann kom Brentford yfir gegn Aston Villa snemma leiks. Buendia jafnaði fyrir Villa stuttu seinna. Það var ekki meira skorað í leiknum og því 1-1 lokatölur.

Það var dramatík er Newcastle og Southampton skildu jöfn, Callum Wilson kom Newcastle yfir en Mohammed Elyounoussi jafnaði fyrir Southampton. Allan St Maximin skoraði þegar það var komið framyfir venjulegan leiktíma. Þetta var hinsvegar ekki búið, Southampton fékk vítaspyrnu og James Ward-Prowse skoraði og trygði Southampton jafntefli.

Það var mikið skorað í viðureign West Ham og Crystal Palace en leikurinn endaði með jafntefli 2-2. Pablo Fornals og Antonio skoruðu mörk West Ham en Conor Gallagher skoraði bæði mörk Palace.

Vardy kom Leicester yfir snemma gegn Norwich en Teemu Pukki jafnaði fyrir lok fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu. Marc Albrighton skoraði sigurmarkið fyrir Leicester þegar korter var eftir af leiknum.

Aston Villa 1 - 1 Brentford
0-1 Ivan Toney ('7 )
1-1 Emiliano Buendia ('13 )

Brighton 0 - 2 Everton
0-1 Demarai Gray ('41 )
0-2 Dominic Calvert-Lewin ('58 , víti)

Newcastle 2 - 2 Southampton
1-0 Callum Wilson ('55 )
1-1 Mohamed Elyounoussi ('74 )
2-1 Allan Saint-Maximin ('90 )
2-2 James Ward-Prowse ('90 , víti)

Norwich 1 - 2 Leicester City
0-1 Jamie Vardy ('8 )
1-1 Teemu Pukki ('44 , víti)
1-2 Marc Albrighton ('76 )

West Ham 2 - 2 Crystal Palace
1-0 Pablo Fornals ('39 )
1-1 Conor Gallagher ('58 )
2-1 Michail Antonio ('68 )
2-2 Conor Gallagher ('70 )
Athugasemdir
banner