Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 28. ágúst 2024 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki gott fyrir mig ef Orri verður varamaður fyrir Haaland"
Icelandair
Orri og Age Hareide.
Orri og Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri hefur verið orðaður við mörg félög í Evrópu.
Orri hefur verið orðaður við mörg félög í Evrópu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég mun ræða við hann þegar hópurinn kemur saman, en það er mjög mikilvægt að skipta sér ekki of mikið af því sem leikmenn eru að gera utan landsliðsins," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag er hann var spurður út í Orra Stein Óskarsson.

Orri hefur verið mikið í fréttum síðustu daga þar sem það er mikill áhugi á honum. Englandsmeistarar Manchester City hafa fylgst með honum og þá er hann efstur á óskalista Real Sociedad á Spáni.

Hareide segist vera tilbúinn að gefa Orra ráð ef hann biður um það.

„Menn taka sínar ákvarðanir ásamt umboðsmönnum sínum og ég vil ekki trufla. Ég vel leikmenn ef þeir standa sig vel. Ef Orri Steinn biður mig um ráð - og margir leikmenn gera það - þá gef ég þau að sjálfsögðu. En ég vil ekki trufla."

Hareide vill auðvitað fyrst og fremst að Orri sé hjá félagi þar sem hann spilar reglulega.

„Auðvitað viltu að leikmennirnir þínir séu hjá bestu félögunum en á sama tíma viltu að þeir spili. Það er mjög mikilvægt. Það er ekki gott fyrir mig ef Manchester City ætlar að kaupa Orra til að vera varamaður fyrir Erling Haaland. Það hljómar vel upp á laun og annað að gera en það er ekki gott fyrir mig því ég vil að hann spili. Hann er að standa sig mjög vel núna. FCK getur í dag komist í Sambandsdeildina og þá fær hann líka Evrópuleiki. Hann er að spila afar vel."

Orri verður tvítugur á morgun en hann er gífurlega efnilegur sóknarmaður.

„Þegar þú kemur inn í stórt félag þá færðu mjög góða leikmenn í kringum þig og það eru margir leikmenn í hans stöðu sem myndu elska þennan möguleika. Orri er með tvo stórkostlega eiginleika. Það er í fyrsta lagi að hann er með frábærar tímasetningar þegar hann hleypur inn fyrir og hitt er að hann er frábær í afgreiða boltann í netið. Hann getur skorað úr þröngum færum."

„Ef þú ert með Kevin de Bruyne að spila á þig, þá ertu í góðum möguleika á að skora mörk," sagði Hareide að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner