Heimild: CaughtOffside
Spjótin beinast að Rúben Amorim, stjóra Manchester United, eftir slæma byrjun liðsins á tímabilinu. United er með eitt stig að loknum tveimur umferðum í ensku úrvalsdeildinni og féll út úr deildabikarnum gegn D-deildarliði Grimsby í gær.
Það eru farnar af stað slúðursögur um hver gæti tekið við af Amorim ef hann verður rekinn, já eða ef hann segir upp sjálfur.
Það eru farnar af stað slúðursögur um hver gæti tekið við af Amorim ef hann verður rekinn, já eða ef hann segir upp sjálfur.
CaughtOffside segir að Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum Manchester United, sé með tvö nöfn í huga ef Amorim verður látinn taka pokann sinn.
Það eru Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, og Andoni Iraola, stjóri Bournemouth.
Sagt er að Glasner sé það nafn sem mest sé í umræðunni meðal stjórnarmanna United og samkvæmt heimildum hefur hann mikinn áhuga á starfinu ef það býðst. Glasner hefur gert frábæra hluti með Palace og unnið FA-bikarinn og Samfélagsskjöldinn á þessu ári.
Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefur einnig verið orðaður við starfið á Old Trafford en sagt er að stjórn United óttist neikvæð viðbrögð stuðningsmanna ef hann verður ráðinn.
Athugasemdir