Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
   sun 28. september 2014 16:28
Magnús Már Einarsson
Maggi Gylfa: Gat ekki séð að þetta væri ljótt hjá Lennon
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Mér fannst vera heilt yfir einbeitingaleysi í þessum mörkum," sagði Magnús Gylfason þjálfari Vals eftir 1-4 tap heima gegn FH í Pepsi-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 FH

,,Sérstaklega í marki eitt og tvö þar sem við komumst yfir og allt virðist vera í fínu lagi hjá okkur, við erum að stjórna leiknum og erum komnir með þá í smá klemmu með því að skora markið."

,,Þá var reiðarslag að fá á sig jöfnunarmark á sömu mínútu. Ég vil meina að það hafi skipt mestu. Svo erum við með jafnan leik í hálfleik og allt í góðum málum en aftur fannst mér einbeitingaleysi í hornspyrnu. Við vorum búnir að stúdera þetta mjög vel að Atli væri hreyfanlegur í teignum og það þyrfti að dekka hann mjög vel en við gerðum ekki nógu vel í því."


Magnús Már Lúðvíksson var framarlega á miðjunni í dag eins og í síðasta leik gegn Þór en hafði verið miðvörður fram að því í sumar. Hann skoraði fyrsta markið í dag.

,,Mér fannst það ganga vel upp og Maggi var að spila vel á miðjunni í þeim leik og gerði það líka í þessum leik. Hann var ógnandi og skoraði. Það er eitt af þessum málum sem við ákváðum að gera. Mér fannst það ekki málið í gær, við vorum bara klaufar og skortur á einbeitingu á köflum."

Iain Williamson meiddist illa í fyrri hálfleik eftir ljóta tæklingu Steven Lennon. Magnús var spurður út í stöðuna á honum.

,,Það er verið að sauma hann inni í klefa. Það er það eina sem ég veit," sagði Magnús. ,,En ég held að það verði allt í lagi. Þetta var slæmur skurður á hné og ég vona að það verði allt í lagi. Lennon fór aðeins of hátt með takkana í hnéð á honum en ég gat ekki séð í leiknum sjálfum að þetta væri ljótt en það virkaði þannig þegar það sker í sundur á honum hnéð. En við verðum að einbeita okkur að öðru."

Nánar er rætt við Magnús í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner