Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
   lau 28. september 2019 16:34
Valur Gunnarsson
Gary Martin: Ég vann gullskóinn til að troða sokk uppí ykkur
Markakóngur Pepsi Max deildarinnar Gary Martin
Markakóngur Pepsi Max deildarinnar Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skoraði bara mörk. Svona gerist bara í fótboltanum. Fólk sagði að þetta væru ekki góð skipti hjá mér að fara í ÍBV en eins og ég sagði í sumar að þá var þetta mikil áskorun fyrir mig. Ég hefði frekar viljað halda þeim í deildinni en að vinna gullskóinn. En ég vann hann og það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel að spila fótbolta."

Sagði Gary Martin, markakóngur Pepsi Max deildarinnar, eftir tapleik gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 ÍBV

En mun Gary spila í Inkasso deildinni næsta sumar?
„Eins og staðan er núna mun ég spila með ÍBV í Inkasso. Það gæti breyst. Ef það koma einhver boð, það gætu komið boð að utan, ég veit það ekki. Líklega ekki. En ef það er áskorun þarna úti sem mér finnst ég eiga skilið vona ég að þeir hlusti á boðin."

Hann sagðist vera ánægður með tímann sinn hjá ÍBV í sumar:
„Það var gaman að spila og ég naut mín. Það er erfitt að spila fyrir neðstu liðin. Öll mörk sem maður skorar eru mikilvæg og ef við hefðum unnið Grindavíkurleikinn hefðum við haldið okkur upp. Jeffsy og Andri hafa verið frábærir. Ég hefði ekki unnið gullskóinn án liðsfélaga minna. Þeir hafa verið frábærir. Þeir samgleðjast mér allir."

Gary var mjög ákveðinn í að vinna gullskóinn:
„Það var það eina sem ég hugsaði um í vikunni. Ég var að skoða stöðuna í leikjum í hálfleik, ég hafði tvo enska vini mína í stúkunni sem sögðu mér hvort ég væri á toppnum eða ekki. Ég vildi vinna þetta til að troða sokk uppí ykkur. Sumarið sem ég átti var ekki gott. Nafn mitt var dregið eftir götunni í fjölmiðlum með sögum sem voru ekki sannar. Hann sagði að ég hentaði ekki leikkerfi. Það er honum að kenna, en þetta var bara hans ákvörðun og það voru ýmsar sögur í gangi. Ég vann gullskóinn, ekki hafa áhyggjur af kerfinu þínu."
Athugasemdir