Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
banner
   lau 28. september 2019 16:34
Valur Gunnarsson
Gary Martin: Ég vann gullskóinn til að troða sokk uppí ykkur
Markakóngur Pepsi Max deildarinnar Gary Martin
Markakóngur Pepsi Max deildarinnar Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skoraði bara mörk. Svona gerist bara í fótboltanum. Fólk sagði að þetta væru ekki góð skipti hjá mér að fara í ÍBV en eins og ég sagði í sumar að þá var þetta mikil áskorun fyrir mig. Ég hefði frekar viljað halda þeim í deildinni en að vinna gullskóinn. En ég vann hann og það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel að spila fótbolta."

Sagði Gary Martin, markakóngur Pepsi Max deildarinnar, eftir tapleik gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 ÍBV

En mun Gary spila í Inkasso deildinni næsta sumar?
„Eins og staðan er núna mun ég spila með ÍBV í Inkasso. Það gæti breyst. Ef það koma einhver boð, það gætu komið boð að utan, ég veit það ekki. Líklega ekki. En ef það er áskorun þarna úti sem mér finnst ég eiga skilið vona ég að þeir hlusti á boðin."

Hann sagðist vera ánægður með tímann sinn hjá ÍBV í sumar:
„Það var gaman að spila og ég naut mín. Það er erfitt að spila fyrir neðstu liðin. Öll mörk sem maður skorar eru mikilvæg og ef við hefðum unnið Grindavíkurleikinn hefðum við haldið okkur upp. Jeffsy og Andri hafa verið frábærir. Ég hefði ekki unnið gullskóinn án liðsfélaga minna. Þeir hafa verið frábærir. Þeir samgleðjast mér allir."

Gary var mjög ákveðinn í að vinna gullskóinn:
„Það var það eina sem ég hugsaði um í vikunni. Ég var að skoða stöðuna í leikjum í hálfleik, ég hafði tvo enska vini mína í stúkunni sem sögðu mér hvort ég væri á toppnum eða ekki. Ég vildi vinna þetta til að troða sokk uppí ykkur. Sumarið sem ég átti var ekki gott. Nafn mitt var dregið eftir götunni í fjölmiðlum með sögum sem voru ekki sannar. Hann sagði að ég hentaði ekki leikkerfi. Það er honum að kenna, en þetta var bara hans ákvörðun og það voru ýmsar sögur í gangi. Ég vann gullskóinn, ekki hafa áhyggjur af kerfinu þínu."
Athugasemdir
banner
banner