Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   lau 28. september 2019 17:20
Ester Ósk Árnadóttir
Óli Stefán: Það er alltaf talið upp í lokinn
Mynd: KA
„Við erum mjög sáttir. Þessi leikur var áskorun því leikmenn hefðu alveg geta verið kærulausir, búnir að stimpla sig út en við héldum okkar dampi og þrýstum á okkar markmið sem gengu eftir. Það er ég rosalega ánægður með," sagði Óli Stefán eftir 4-2 sigur á Fylki á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

KA endaði í fimmta sæti með 31 stig.

„Grunnmarkmiðið var að gera betur en á okkar forsendum. Við fórum í stefnumótun í febrúar sem var mjög góð hjá okkur. Við unnum mjög skýrt eftir þeirri stefnu sem er til fimm ára. Við lendum í fimmta sæti, bætum stigamet og þetta er líklega besti árangur KA í efstu deild í tuttugu ár. Það er gott fyrsta skref."

KA gekk illa að safna stigum á miðju tímabili og lengi vel leitt út fyrir harða fallbaráttu.

„Ég hef þrýst á það hér innandyra að halda áfram vinnunni því það er alltaf talið upp í lokin. Það að vera í 16. umferð og vera í einhverju sæti segir ekki neitt. Ef vinnan er jákvæð og er að skila einhverju þá höldum við bara áfram. Ég held að félagið KA hafi sýnt styrk sinn og mátt sérstaklega þegar á reyndi. Þá sýndi það styrk sinn í stuðningi og utanumhaldi. Það hefði verið auðvelt að fara í einhverjar ódýrara lausnir en stjórnin og baklandið stóð þétt við bakið á okkur."

KA breyti um leikkerfi eftir vont tap á móti Breiðablik og hafa ekki tapað leik í síðustu 7 leikjum.

„Hugsanlega hefðum við átt að breyta fyrr. Við vorum ekki með liðið okkar í jafnvægi þegar við vorum að tapa nokkrum leikjum í röð. Við brugðumst við og spurning hvort við hefðum átt að gera það fyrr. Allavega þá gekk það upp og við höfum verið að spila vel síðan þá sem er jákvætt upp á framhaldið."

Óli Stefán vildi loka þessu tímabili áður en færi væri í vinnu við að styrkja liðið.

„Við þurfum bara að loka þessu tímabili. Við þurfum bara aðeins að skoða en flest allir leikmenn eru samningsbundir. Félagið hefur gert vel í að fara í þau mál snemma en við þurfum bara að sjá hvað við þurfum að taka inn til að taka næsta skref. Við þurfum að vanda okkur í þeirri vinnu."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner