Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. október 2022 16:48
Ívan Guðjón Baldursson
Grindavík framlengir við fyrirliðann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kvennalið Grindavíkur, sem endaði í neðri hluta Lengjudeildarinnar í sumar, er búið að semja við fyrirliðann sinn til tveggja ára.


Una Rós Unnarsdóttir verður hjá Grindavík næstu tvö keppnistímabilin. Hún er uppalin hjá félaginu og hefur spilað 72 leiki með meistaraflokki í deild og bikar.

Una Rós er 20 ára og leikur á miðjunni. Hún spilaði alla keppnisleiki Grindavíkur á tímabilinu.

„Það er mikið ánægjuefni að Una Rós sé búin að skrifa undir nýjan samning við félagið. Hún er mjög mikilvægur leikmaður hjá okkur í Grindavík og mikill karakter,“ segir Steinberg Reynisson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Grindavík.

„Við finnum mikinn meðbyr með kvennafótboltanum í Grindavík og það er mikið fagnaðarefni að fyrirliðinn okkar verði áfram hjá félaginu næstu tvö keppnistímabil.“


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner