PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís í 22. sæti - Besti miðvörður í heimi
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir hafnaði í 22. sæti á Ballon d'Or verðlaununum.

Glódís, sem er fyrirliði Íslands og Bayern München, var ein af 30 sem var tilnefnd til þessara verðlauna sem er gríðarlega virt í fótboltaheiminum. Þau eru veitt besta fótboltafólki heims ár hvert.

Glódís er samkvæmt listanum besti miðvörður í heimi. Hin brasilíska Tarciane var hinn miðvörðurinn sem var tilnefndur en hún endaði í 23. sæti, einu sæti neðar en Glódís.

Glódís hefur verið mögnuð með íslenska landsliðinu og hjálpaði Bayern München að vinna þýsku úrvalsdeildina.

Þetta er svo sannarlega risastórt afrek hjá magnaðri fótboltakonu.

Til hamingju Glódís!
Athugasemdir
banner
banner