Í kvöld verður Ballon d'Or verðlaunahátíðin haldin í París en hvorki Lionel Messi né Cristiano Ronaldo eru tilnefndir. Við höfum siglt inn í nýja tíma og það kemur nýtt nafn á gullboltann sem er veittur besta fótboltamanni heims.
Í fyrsta sinn er Íslendingur tilnefndur til Ballon d'Or en Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands og Bayern München, er ein af þeim sem kemur til greina í að vinna verðlaunin í kvennaflokki.
Önnur verðlaun sem verða afhent í París í kvöld eru Kopa bikarinn sem efnilegasti leikmaður heims fær, Gerd Muller bikarinn sem markahæsti leikmaðurinn fær, félagslið ársins og þjálfarar ársins í karla- og kvennaflokki.
Athöfnin í kvöld hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á Youtube síðu L'Equipe.
Í fyrsta sinn er Íslendingur tilnefndur til Ballon d'Or en Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands og Bayern München, er ein af þeim sem kemur til greina í að vinna verðlaunin í kvennaflokki.
Önnur verðlaun sem verða afhent í París í kvöld eru Kopa bikarinn sem efnilegasti leikmaður heims fær, Gerd Muller bikarinn sem markahæsti leikmaðurinn fær, félagslið ársins og þjálfarar ársins í karla- og kvennaflokki.
Athöfnin í kvöld hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á Youtube síðu L'Equipe.
Tilnefndir í karlaflokki:
Jude Bellingham (Real Madrid, England)
Hakan Calhanoglu (Inter, Tyrkland)
Dani Carvajal (Real Madrid, Spánn)
Ruben Dias (Manchester City, Portúgal)
Artem Dovbyk (Girona/Roma, Ukraína)
Phil Foden (Manchester City, England)
Alejandro Grimaldo (Bayer Leverkusen, Spánn)
Erling Haaland (Manchester City, Noregur)
Mats Hummels (Borussia Dortmund, Þýskaland)
Harry Kane (Bayern Munich, England)
Toni Kroos (Real Madrid, Þýskaland)
Ademola Lookman (Atalanta, Nígería)
Emiliano Martinez (Aston Villa, Argentína)
Lautaro Martinez (Inter Milan, Argentína)
Kylian Mbappe (Paris Saint-Germain/Real Madrid, Frakkland)
Martin Odegaard (Arsenal, Noregur)
Dani Olmo (RB Leipzig/Barcelona, Spánn)
Cole Palmer (Chelsea, England)
Declan Rice (Arsenal, England)
Rodri (Manchester City, Spánn)
Antonio Rudiger (Real Madrid, Þýskaland)
Bukayo Saka (Arsenal, England)
William Saliba (Arsenal, Frakkland)
Federico Valverde (Real Madrid, Urúgvæ)
Vinicius Junior (Real Madrid, Brasíla)
Vitinha (PSG, Portúgal)
Nico Williams (Athletic Club, Spánn)
Florian Wirtz (Bayer Leverkusen, Þýskaland)
Granit Xhaka (Bayer Leverkusen, Sviss)
Lamine Yamal (Barcelona, Spánn)
Tilnefndar í kvennaflokki:
Barbra Banda (Orlando Pride, Sambía)
Aitana Bonmati (Barcelona, Spánn)
Lucy Bronze (Barcelona, England)
Mariona Caldentey (Barcelona, Spánn)
Tabitha Chawinga (Lyon, Malaví)
Grace Geyoro (PSG, Frakkland)
Manuela Giugliano (Roma, Ítalía)
Caroline Graham Hansen (Barcelona, Noregur)
Patricia Guijarro (Barcelona, Spánn)
Giulia Gwinn (Bayern Munich, Þýskaland)
Yui Hasegawa (Manchester City, Japan)
Ada Hegerberg (Lyon, Noregur)
Lauren Hemp (Manchester City, England)
Lindsey Horan (Lyon, Bandaríkin)
Lauren James (Chelsea, England)
Marie-Antoinette Katoto (PSG, Frakkland)
Alyssa Naeher (Chicago Red Stars, Bandaríkin)
Sjoeke Nusken (Chelsea, Þýskaland)
Ewa Pajor (Barcelona, Pólland)
Salma Paralluelo (Barcelona, Spánn)
Gabi Portilho (Corinthians, Brasilía)
Alexia Putellas (Barcelona, Spánn)
Mayra Ramirez (Chelsea, Kólumbía)
Trinity Rodman (Washington Spirit, Bandaríkin)
Lea Schuller (Bayern Munich, Þýskaland)
Khadija Shaw (Manchester City, Jamaíka)
Sophia Smith (Portland Thorns, Bandaríkin)
Mallory Swanson (Chicago Red Stars, Bandaríkin)
Tarciane (Houston Dash, Brasilía)
Glodis Viggosdottir (Bayern Munich, Ísland)
Athugasemdir