Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 28. október 2024 23:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valor fer frá ÍBV í KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vicente Valor, sem tilkynnti í dag að hann yrði ekki áfram hjá ÍBV, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir KR.

Valor er 26 ára spænskur miðjumaður, sóknarsinnaður, og átti gott tímabil með ÍBV í Lengjudeildinni. Hann skoraði átta mörk í tuttugu leikjum og var valinn í lið ársins.

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið duglegur að sækja leikmenn frá því að hann tók við sem yfirmaður fótboltamála hjá KR í sumar. Óskar hefur frá því í ágúst bæði sinnt starfi þjálfara KR liðsins samhliða því að vera yfirmaður fótboltamála.

Hann hefur þegar sótt tólf leikmenn til félagsins. Það eru þeir Jakob Gunnar Sigurðsson, Alexander Helgi Sigurðarson (KR á eftir að tilkynna), Hjalti Sigurðsson, Guðmundur Andri Tryggvason, Ástbjörn Þórðarson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Óliver Dagur Thorlacius, Gabríel Hrannar Eyjólfsson, Júlíus Mar Júlíusson, Halldór Snær Georgsson, Róbert Elís Hlynsson og Matthias Præst.
Athugasemdir
banner
banner
banner