Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2020 15:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Ég held að ákvarðanirnar hafi verið réttar
Mynd: Getty Images
1-1 varð niðurstaðan á Amex-vellinum þegar Liverpool kom í heimsókn í hádegisleiknum í úrvalsdeildinni. VAR var í sviðsljósinu en tvö mörk voru dæmd af Liverpool í leiknum og Brighton fékk víti í uppbótartíma.

Jurgen Klopp var til viðtals hjá BT Sport eftir leikinn í dag.

„Við erum vanir handarkrikum, í dag var það táin. Svona er þetta bara. Ég held að ákvarðanirnar hafi verið réttar. Þú verður að búa til fyrirsögn, dómarinn dæmdi sem er fyrirsögn. Í dag fannst mér fyrst eins og það væri ekki víti. Hvað viljiði að ég segi? Ég segi að þetta er víti því dómarinn dæmdi, eftir að hafa skoðað," sagði Klopp.

Klopp var einnig spurður út í viðbrögð Mo Salah eftir að hann var tekinn af velli í seinni hálfleik. Salah var allt annað en sáttur.

„Ef Mo er brosandi þegar hann fer af velli þá er eitthvað að. Við verðum að passa okkur en hann er ekki hrifinn af því að vera tekinn af velli, meira er ekki í þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner