Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   sun 28. nóvember 2021 12:04
Fótbolti.net
Björn Berg hitar upp fyrir Chelsea - Man Utd á Ölveri
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka, er nýbúinn að gefa út bókina Peningar en hún var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Björn Berg mætir á sportbarinn Ölver í Glæsibæ í dag og les upp úr bókinni fyrir leik Chelsea og Manchester United. Alvöru menningarviðburður á Ölveri.

„Sjáumst kl. 15:30 á Ölveri!" skrifaði Björn Berg á Twitter en leikur Chelsea og Manchester United byrjar 16:30.

Bókin Peningar varpar ljósi á áhugaverðar, spaugilegar og stundum hreint út sagt ótrúlegar hliðar fjármála á lifandi og aðgengilegan hátt. Litið er bak við tjöldin meðal annars í heimi kvikmynda, tölvuleikja, fótbolta, tónlistar og tísku og fjallað um bæði það sem vel hefur tekist og það sem farið hefur á versta veg.


Athugasemdir
banner
banner