Ragnar Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, er nýr aðstoðarþjálfari Fram í Bestu deild karla samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Jón Sveinsson, þjálfari Fram, tilkynnti leikmönnum Fram þetta í kvöld þar sem Ragnar var kynntur fyrir mönnum.
Ragnar er 36 ára og lagði skóna á hilluna í fyrra. Hann lék 97 landsleiki með Íslandi og spilaði bæði á EM og HM.
Á atvinnumannaferli sínum varð hann meðal annars danskur og sænskur meistari auk þess að spila í Rússlandi og á Englandi.
Jón Sveinsson, þjálfari Fram, tilkynnti leikmönnum Fram þetta í kvöld þar sem Ragnar var kynntur fyrir mönnum.
Ragnar er 36 ára og lagði skóna á hilluna í fyrra. Hann lék 97 landsleiki með Íslandi og spilaði bæði á EM og HM.
Á atvinnumannaferli sínum varð hann meðal annars danskur og sænskur meistari auk þess að spila í Rússlandi og á Englandi.
Aðalsteinn Aðalsteinsson hefur verið aðstoðarmaður Jóns en hann mun víst taka við sem afreksþjálfari hjá félaginu.
Fram hafnaði í níunda sæti Bestu deildarinnar í sumar.
Athugasemdir