Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 28. nóvember 2023 22:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola ósáttur með varnarleikinn: Sem betur fer gerðist þetta núna
Mynd: Getty Images

Manchester City er komið áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið lenti í vandræðum með RB Leipzig í Manchester í kvöld. Staðan var 2-0 fyrir gestina í hálfleik en City snéri blaðinu við og vann að lokum.


Pep Guardiola var til viðtals hjá Bein Sports en spyrillinn sagði við stjórann að síðari hálfleikur hafi verið góður.

„Svipaður og fyrri hálfleikur, við skoruðum mörkin sem við gátum ekki gert í fyrri hálfleik, við fengum færi í fyrri hálfleik," sagði Guardiola.

Hann var mjög ósáttur með nokkra leikmenn í varnarleiknum.

„Við vorum ekki traustir varnarlega eins og við höfum verið, töpuðum mörgum einvígum og leikmenn tóku slæmar ákvarðanir. Þetta er Meistaradeildin, það eru gæði. Sem betur fer gerðist þetta núna," sagði Guardiola sem var ánægður að hafa tryggt toppsætið í riðlinum.


Athugasemdir
banner
banner