Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 28. nóvember 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Neuer búinn að framlengja við Bayern
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bayern München hefur tilkynnt að félagið hafi framlengt samning markvarðarins og fyrirliðans Manuel Neuer um eitt ár, hann er nú samningsbundinn til sumarsins 2025.

Neuer er 37 ára og er kominn á fulla ferð aftur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut þegar hann skellti sér á skíði.

Varamarkvörðurinn Sven Ulreich hefur einnig framlengt samning sinn um eitt ár og er líka bundinn til 2025.

„Þeir eru einfaldlega draumateymi. Það er gaman að þeim fylgjast með þeim á hverjum degi. Þeir styðja og gíra upp hvern annan,“ segir Jan-Christian Dreesen, framkvæmdastjóri Bayern München.

Sjálfur sagði Neuer þetta:

„Ég er ánægður hjá FC Bayern í eitt ár. Eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla er ég kominn á fulla ferð aftur. Ég er sannfærður um að ég næstu árum getum við náð markmiðum okkar," sagði Neuer.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner