Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   mán 28. desember 2020 15:43
Magnús Már Einarsson
Sveindís Jane: Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur verið frekar gott ár fyrir mig þó að það hafi verið erfiðir tímar," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net í dag eftir að hún skrifaði undir fjögurra samning við þýska stórliðið Wolfsburg.

„Þetta hefur verið draumur og markmið síðan að ég byrjaði í fótbolta," sagði Sveindís en nokkur erlend félög sýndu henni áhuga eftir góða frammistöðu á þessu ári.

„Það voru nokkur lið en ég gat ekki litið framhjá þessu tilboði þannig að það varð fyrir valinu."

Hin 19 ára gamla Sveindís fer til sænska félagsins Kristianstad á láni á næsta ári.

„Ég fæ reynslu í Kristianstad. Þetta er aðeins minni deild heldur en í Þýskalandi þannig að ég verð tilbúin eftir ár til að spila með Wolfsburg."

Hver er lykillinn að góðu gengi hennar? „Skrifa sér markmið og hafa þau raunsæ. Ég er dugleg að gera markmið og fylgja þeim. Það skilar sér," sagði Sveindís sem hefur háleit markmið fyrir framhaldið.

„Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner