Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   mán 28. desember 2020 15:43
Magnús Már Einarsson
Sveindís Jane: Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur verið frekar gott ár fyrir mig þó að það hafi verið erfiðir tímar," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net í dag eftir að hún skrifaði undir fjögurra samning við þýska stórliðið Wolfsburg.

„Þetta hefur verið draumur og markmið síðan að ég byrjaði í fótbolta," sagði Sveindís en nokkur erlend félög sýndu henni áhuga eftir góða frammistöðu á þessu ári.

„Það voru nokkur lið en ég gat ekki litið framhjá þessu tilboði þannig að það varð fyrir valinu."

Hin 19 ára gamla Sveindís fer til sænska félagsins Kristianstad á láni á næsta ári.

„Ég fæ reynslu í Kristianstad. Þetta er aðeins minni deild heldur en í Þýskalandi þannig að ég verð tilbúin eftir ár til að spila með Wolfsburg."

Hver er lykillinn að góðu gengi hennar? „Skrifa sér markmið og hafa þau raunsæ. Ég er dugleg að gera markmið og fylgja þeim. Það skilar sér," sagði Sveindís sem hefur háleit markmið fyrir framhaldið.

„Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner