Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   mán 28. desember 2020 15:43
Magnús Már Einarsson
Sveindís Jane: Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur verið frekar gott ár fyrir mig þó að það hafi verið erfiðir tímar," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net í dag eftir að hún skrifaði undir fjögurra samning við þýska stórliðið Wolfsburg.

„Þetta hefur verið draumur og markmið síðan að ég byrjaði í fótbolta," sagði Sveindís en nokkur erlend félög sýndu henni áhuga eftir góða frammistöðu á þessu ári.

„Það voru nokkur lið en ég gat ekki litið framhjá þessu tilboði þannig að það varð fyrir valinu."

Hin 19 ára gamla Sveindís fer til sænska félagsins Kristianstad á láni á næsta ári.

„Ég fæ reynslu í Kristianstad. Þetta er aðeins minni deild heldur en í Þýskalandi þannig að ég verð tilbúin eftir ár til að spila með Wolfsburg."

Hver er lykillinn að góðu gengi hennar? „Skrifa sér markmið og hafa þau raunsæ. Ég er dugleg að gera markmið og fylgja þeim. Það skilar sér," sagði Sveindís sem hefur háleit markmið fyrir framhaldið.

„Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner