Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mið 29. janúar 2025 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amorim og Rashford tala ekki lengur saman
Samband Marcus Rashford og Rúben Amorim er ekki á góðum stað en fram kemur á Guardian í dag að þeir tali ekki lengur saman.

Rashford hefur verið utan hóps í flestum leikjum eftir að Amorim tók við stjórnartaumunum hjá Man Utd en eftir sigur gegn Fulham á dögunum sagði Amorim að Rashford væri ekki að leggja sig nægilega mikið fram.

Amorim hefur ekki mikla þolinmæði gagnvart Rashford sem spilaði síðast leik um miðjan desember.

Núna segir Guardian að þeir tali ekki lengur saman nema bara þegar Amorim talar við hópinn sem heild.

Rashford hefur talað um að hann vilji fá nýja áskorun og er hann að reyna að koma sér burt frá United núna áður en janúarglugginn endar. Það gengur þó hægt þar sem hann er með gríðarlega há laun.
Athugasemdir
banner