West Ham ætlar að halda áfram að reyna við Evan Ferguson, leikmann Brighton, en baráttan er mikil um þennan efnilega sóknarmann.
Ferguson var einn eftirsóttasti leikmaður Bretlandseyja fyrir einu og hálfu ári síðan.
Þá var hann aðeins 18 ára gamall og skoraði þrennu í leik gegn Newcastle United sem gerði hann að fjórða leikmanninum til að afreka það á þessum aldri. Árið á undan var hann tilnefndur sem besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Írinn sleit krossband undir lok tímabilsins en hann hefur ekki alveg náð sér á strik síðan. Ferguson hefur fengið mínútur hér og þar og skorað eitt mark, en verið að glíma við ökklameiðsli síðustu vikur.
Brighton er sagt opið fyrir því að leyfa honum að fara fyrir gluggalok. Ferguson er efstur á óskalista West Ham og segir Sky að félagið ætli ekki að gefast upp á að reyna landa honum.
Samkeppnin er hins vegar mikil um hann og er Bayer Leverkusen og þrjú önnur félög frá Þýskalandi sögð áhugasöm um að fá Ferguson.
Athugasemdir