Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mið 29. janúar 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wilder framlengir við Sheffield United
Chris Wilder hefur skrifað undir nýjan samning við Sheffield United en hann er nú samningsbundinn félaginu til ársins 2028.

Þessi 57 ára gamli stjóri stýrði liðinu úr C-deildinni upp í úrvalsdeildina frá árunum 2016-2021. Hann var fenginn aftur til félagsins í desember 2023.

Liðið féll þá úr úrvalsdeildinni en eigendur félagsins eru ánægðir með störf hans í Championship deildinni og ákváðu að semja upp á nýtt við hann en samningurinn var að renna út eftir tímabilið.

Sheffield er í 2. sæti Championship deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Leeds þegar 29 umferðir eru búnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner