Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 29. febrúar 2020 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo: Metnaður og vinnusemi borga sig
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði í 2-1 sigri Juventus gegn SPAL um síðustu helgi og skoraði í ellefta deildarleiknum í röð. Hann jafnaði þannig met Fabio Quagliarella og Gabriel Batistuta.

Þetta var þúsundasti leikur á ferli Ronaldo og var hann spurður út í afrekið í stuttu viðtali á Sky Sports í dag.

„Þetta er gott afrek. Þúsund leikir. Þetta sannar að metnaður, vinnusemi og hæfileikar borga sig," sagði Ronaldo við Sky Sports.

„Það er ekki auðvelt að vera búinn að spila 1000 leiki 35 ára gamall. Ég er mjög ánægður og vonast til að spila hundruði leikja til viðbótar.

„Þetta er frábært afrek en það mikilvægasta var að vinna leikinn og ná toppsæti deildarinnar."


Ronaldo hefur skorað 53 mörk í 74 leikjum frá komu sinni til Juventus. Hann er samningsbundinn Ítalíumeisturunum til 2022.

Flest mörk skoraði hann á tíma sínum hjá Real Madrid, en þau eru 450 talsins í aðeins 438 leikjum. Hjá Manchester United gerði hann 118 mörk í 292 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner