Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 29. febrúar 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pochettino svarar Neville: Pirraður af því Liverpool vann
Mynd: EPA

Mauricio Pochettino skaut á Gary Neville sem sagði að Chelsea væru sérfærðingar í að klúðra hlutunum eftir tap Lundúnarliðsins gegn Liverpool í úrslitum enska deildabikarsins um síðustu helgi.


Neville starfar nú sem sérfræðingur hjá Sky Sports en hann er fyrrum leikmaður Manchester United. Pochettino svaraði ummælum Neville eftir sigur Chelsea gegn Leeds í enska bikarnum í gær.

„Hann var pirraður af því Liverpool vann annan titil. Það er ekki sanngjarnt að ásaka fólk svona, með lið sem er mjög ungt," sagði Pochettino.

„Væntingarnar eru miklar því við erum Chelsea en það þarf að byggja upp lið og byggja upp sjálfstraust. Þetta er byrjað að vaxa, þetta eru ekki töfrar, þetta birtist ekki bara."


Athugasemdir
banner
banner
banner