Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 29. febrúar 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viss um að hópurinn verði betri þó stórstjarnan sé á förum
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, stjóri Paris Saint-Germain, kveðst viss um það að leikmannahópurinn verði mun sterkari á næsta tímabili.

Þetta er áhugavert í ljósi þess að stórstjarnan Kylian Mbappe er að yfirgefa félagið. Hann mun fara á frjálsri sölu í sumar og er hann sterklega orðaður við Real Madrid.

„Ef allt gengur eftir plani þá verðum við með mun betri leikmannahóp á öllum sviðum; sóknarlega, varnarlega og taktískt. Ég efast ekki um það," sagði Enrique á fréttamannafundi í dag.

Nokkrir leikmenn hafa verið orðaðir við PSG eftir að Mbappe tilkynnti að hann myndi fara í sumar en þar á meðal eru Rafael Leao, Victor Osimhen og Marcus Rashford.

Mbappe, sem er 24 ára gamall, hefur á þessu tímabili skorað 32 mörk í 32 keppnisleikjum.
Athugasemdir
banner
banner