Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 29. mars 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stepanovic: Jovic gerir allt til að eyðileggja feril sinn
Mynd: Getty Images
Luka Jovic, framherji Real Madrid, sætir mikilli gagnrýni þessa daganna í kjölfar þess að hann braut sóttkvísreglur á Spáni. Þessi 22 ára Serbi er beðinn um að taka sig saman í andlitinu.

Fyrrum þjálfari Eintracht Frankfurt, samlandi Jovic, Dragoslav Stapanovic varar Jovic við því að hann sé að gera allt til þess að eyðilegga feril sinn. Jovic skoraði 27 mörk hjá Frankfurt í fyrra en hefur átt tímabil til að gleyma á Santiago Bernabeu.

Enn hefur ekki verið dæmt í máli Jovic en yfirvöld Spánar og knattspyrnusambandið gætu refsað honum.

„Hann er eini maðurinn sem vinnur stöðugt í því að eyðileggja feril sinn!" Segir Stepanovic við Kurir í Serbíu.

„Jovic vinnur gegn sjálfum sér. Hann var heppinn að fá tækifæri hjá Eintracht og varð svo dýrasti leikmaður í sögu Serbíu þegar hann fór til Real. Ég trúi ekki því sem drengurinn er að gera sjálfum sér."

„Ég hef lesið fjölmiðla í Serbíu og ég veit hvernig hann ólst upp, svaf í bílnum með pabba sínum, fórnanir til að æfa fótbolta. Ég veit ekki með Luka. Hann virðist ekki hugsa nægilega mikið hvað hann er að gera."

„Þegar þeir segja þér að það sé bann þá þykistu ekki skilja neitt! Þú þarft að halda kjafti. Ég trúi ekki að hann gerði svona heimskulegan hlut,"
sagði Stepanovic.

Sjá einnig:
Luka Jovic svindlaði á sóttkví - Lögregla rannsakar málið
Jovic verður handtekinn ef hann fer úr húsi
Milan Jovic: Á að fangelsa son minn ef hann er sekur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner