fös 20. mars 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jovic verður handtekinn ef hann fer úr húsi
Mynd: Getty Images
Luka Jovic, sóknarmaður Real Madrid og serbneska landsliðsins, verður handtekinn ef hann fer út úr húsi sínu í Belgrad.

Jovic svindlaði á 14-daga sóttkví hjá Real Madrid og flaug heim til Serbíu, þar sem hann sást úti á lífinu að fagna afmæli kærustu sinnar.

Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, tjáði sig um málið í gærkvöldi. Hann talaði þar um Jovic og Nikola Ninkovic sem leikur með Ascoli í Serie B, en þeir verða báðir í Belgrad næstu vikurnar.

„Annar þeirra (Ninkovic) er á hóteli og hinn (Jovic) er í íbúðinni sinni. Ef þeir fara úr húsi þá verða þeir handteknir. Ég trúi að þeir sjái eftir gjörðum sínum en ég mun gera þeim ljóst að líf fólks er mikilvægara heldur en milljónirnar sem þeir fá í laun," sagði Vucic.

Jovic fékk leyfi til að fljúga til Serbíu en þar átti hann að vera áfram í einangrun. Þess í stað fór hann út að skemmta sér.

„Þeir gerðu mistök en við ætlum ekki að krossfesta neinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner