Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Alltaf gott að fá ráð hjá honum bæði þegar það gengur vel og illa"
Amanda í leik með U17 landsliði kvenna.
Amanda í leik með U17 landsliði kvenna.
Mynd: Getty Images
Amanda Andradóttir, gríðarlega efnilegur leikmaður Vålerenga í Noregi, kemur úr afar öflugri fótboltafjölskyldu.

Faðir hennar er Andri Sigþórsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður, og frændi hennar er Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji. Kolbeinn er markahæsti landsliðsmaður sögunnar ásamt Eiði Smára Guðjohnsen.

Amanda, sem er hélt til Danmerkur þegar hún var 15 ára, segist ávallt hafa fengið góðan stuðning frá fjölskyldu sinni; hún og faðir hennar ræði mikið saman um fótbolta.

„Foreldrar mínir hafa alltaf stutt mig í fótboltanum. Við pabbi tölum mikið saman um fótboltann og höfum æft mikið saman alveg frá því ég var lítil. það er alltaf gott að fá ráð hjá honum bæði þegar það gengur vel og illa," segir Amanda í samtali við Fótbolta.net.

Amanda á norska móður og er því bæði gjaldgeng í íslenska og norska landsliðið.

Hægt er að lesa ítarlegt viðtal við Amöndu með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner