Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. mars 2021 20:18
Elvar Geir Magnússon
Sigurvin nýr aðstoðarþjálfari KR (Staðfest) - Áfram með KV
Sigurvin Ólafsson.
Sigurvin Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR í Pepsi Max-deild karla.

Sigurvin tekur við því hlutverki af Bjarna Guðjónssyni sem ráðinn var í þjálfun yngri flokka sænska félagsins Norrköping.

Sigurvin heldur áfram sem þjálfari KV en liðið vann 3. deildina í fyrra og leikur í 2. deild á komandi tímabili. Hann fær titilinn yfirþjálfari karlaflokka hjá KR.

Hann er 44 ára en sem leikmaður lék hann meðal annars með KR, FH og uppeldisfélagi sínu ÍBV. Hann varð alls fimm sinnum Íslandsmeistari, lék sjö A-landsleiki fyrir Ísland og var í fyrra einn af sérfræðingum um Pepsi Max-deildina á Stöð 2 Sport.

Af heimasiðu KR:
Sigurvin Ólafsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari karlaflokka.

Sigurvin spilaði 62 leiki fyrir KR á árunum 2000-2005, Sigurvin mun halda áfram þjálfun KV í 2.deild, sem og vera aðstoðarþjálfari mfl.ka KR.


Athugasemdir
banner
banner
banner