Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. mars 2023 21:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sannfærður um að Balogun muni standa sig hjá Arsenal
Mynd: Getty Images

Folarin Balogun hefur farið hamförum hjá Reims í frönsku deildinni en hann hefur skorað 17 mörk í 27 leikjum. Aðeins Jonathan David leikmaður Lille og Kylian Mbappe leikmaður PSG hafa skorað fleiri mörk.


Balogun er á láni frá Arsenal en Ian Wright goðsögn hjá enska félaginu er bjartsýnn um að að hann geti gert sömu hluti í Arsenal treyjunni.

„Vonandi kemur hann til baka og sannar sig. Hann er með rosalegt sjálfstraust. Í hvaða deild sem hann fer mun hann gera það sama og hann er að gera núna með réttu aðstoðina. Hann veit hvað hann getur. Ég lofa þér því að ef hann kemur aftur mun hann halda áfram því sem hann hefur gert í Frakklandi," sagði Wright.

Það voru einhverjir sem voru að velta því fyrir sér hvort að Balogun yrði í enska A-landsliðshópnum sem var valinn á dögunum en svo var ekki. Hann birti í kjölfarið áhugaverð skilaboð sem hægt var að túlka sem sem skilaboð á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner