Fylkir hefur landað framherjanum efnilega Helber
Josua Catano frá Val.
Josua Catano frá Val.
Helber er 19 ára gamall og uppalinn hjá Val en hann þreytti fraumrun sína með liðinu í Mjólkurbikarnum fyrir tveimur árum og lék þá með KH, venslafélagi Vals, í 4. deildinni á síðustu leiktíð.
Hann er genginn í raðir Fylkis og kominn með leikheimild fyrir fyrsta leik Fylkismanna í Lengjudeildinni er það heimsækir Njarðvík á föstudag.
Framherjinn var sagður nálægt því að ganga í raðir ítalska félagsins Lecce í byrjun síðasta árs, en ekkert varð úr þeim skiptum og fór svo að hann var áfram hjá Val.
Athugasemdir