Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pedri dreymir um að vinna Ballon d'Or - Rodri gaf honum von
Mynd: EPA
Pedri, miðjumaður Barcelona, dreymir um að vinna Ballon d'Or.

Pedri hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með frábæru liði Barcelona á tímabilinu.

Hann fylltist bjartsýni að sjá þegar landi hans, Rodri, vann verðlaunin í fyrra.

„Ef Rodri vann Ballon d'Or þýðir það að við sem stjórnum miðjunni og taktinum í leiknum getum líka unnið. Ég vona að ég vinni einn daginn. Mig hefur dreymt um það allt mitt líf. Eins og staðan er núna einbeiti ég mér að liðsverðlaunum," sagði Pedri.
Athugasemdir
banner