Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 29. maí 2020 12:26
Magnús Már Einarsson
Lengjubikarinn heldur áfram - Lengjudeildin bætist við
Lengjubikarinn hefur verið fastur liður í áraraðir.
Lengjubikarinn hefur verið fastur liður í áraraðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskar getraunir stefna á að halda áfram að vera styrktaraðili deildabikars KSÍ, Lengjubikarsins, líkt og undanfarin ár.

Í dag var tilkynnt að 1. deild karla og kvenna muni bera nafnið Lengjudeildin í sumar.

Lengjubikarinn mun áfram lifa góðu lífi á undirbúningstímabilinu.

„Við sjáum ekki fram á að hætta með Lengjubikarinn. Þetta verður annað verkefni meðfram Lengjubikarnum. Við erum ekkert hætt með Lengjubikarinn," sagði Einar Njálsson hjá Íslenskum Getraunum.

Fyrir um það bil 30 árum bar efsta deild nafnið Getraunadeildin en síðan þá hafa Íslenskar getraunir ekki verið með nafnarétt á deild á Íslandi.



Athugasemdir
banner
banner
banner