Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
   sun 29. maí 2022 21:58
Þorsteinn Haukur Harðarson
Binni Hlö: Hann gaf mér tvö olnbogaskot
Brynjar Hlöðversson
Brynjar Hlöðversson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er þreyttur. Þetta var erfitt enda mikið álag á báðum liðum. Það sást á mönnum í lokin," sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, eftir 2-1 tap gegn Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Breiðablik

"Ég er löngu orðinn þreyttur á að segja þetta en við erum að skila ágætis tölfræði eins og ef þú ferð tölfræðina í þessum fyrstu leikjum saman við seinasta tímabil þá erum við betri í allri tölfræði. Samt erum við með færri stig. Það er kominn tími til að þetta fari að detta hjá okkur."

Eins og oftast var mikill hiti í kringum Brynjar á vellinum í dag og athygli vakti þegar Omar Sowe gaf honum vænt olnbogaskot í andlitið. Dómarar leiksins sáu ekki atvikið og fékk Omar því ekki refsingu. 

„Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af."

Nú tekur við landsleikjafrí sem Brynjar segir að Leiknismenn verði að nýta vel. „Við þurfum að nýta fríið vel. Sjálfur ætla ég að kíkja til Færeyja og heilsa upp á gamla vini. Svo mætum við í næsta leik til að vinna."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir