City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   sun 29. maí 2022 21:58
Þorsteinn Haukur Harðarson
Binni Hlö: Hann gaf mér tvö olnbogaskot
Brynjar Hlöðversson
Brynjar Hlöðversson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er þreyttur. Þetta var erfitt enda mikið álag á báðum liðum. Það sást á mönnum í lokin," sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, eftir 2-1 tap gegn Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Breiðablik

"Ég er löngu orðinn þreyttur á að segja þetta en við erum að skila ágætis tölfræði eins og ef þú ferð tölfræðina í þessum fyrstu leikjum saman við seinasta tímabil þá erum við betri í allri tölfræði. Samt erum við með færri stig. Það er kominn tími til að þetta fari að detta hjá okkur."

Eins og oftast var mikill hiti í kringum Brynjar á vellinum í dag og athygli vakti þegar Omar Sowe gaf honum vænt olnbogaskot í andlitið. Dómarar leiksins sáu ekki atvikið og fékk Omar því ekki refsingu. 

„Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af."

Nú tekur við landsleikjafrí sem Brynjar segir að Leiknismenn verði að nýta vel. „Við þurfum að nýta fríið vel. Sjálfur ætla ég að kíkja til Færeyja og heilsa upp á gamla vini. Svo mætum við í næsta leik til að vinna."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner