Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
   sun 29. maí 2022 21:58
Þorsteinn Haukur Harðarson
Binni Hlö: Hann gaf mér tvö olnbogaskot
Brynjar Hlöðversson
Brynjar Hlöðversson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er þreyttur. Þetta var erfitt enda mikið álag á báðum liðum. Það sást á mönnum í lokin," sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, eftir 2-1 tap gegn Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Breiðablik

"Ég er löngu orðinn þreyttur á að segja þetta en við erum að skila ágætis tölfræði eins og ef þú ferð tölfræðina í þessum fyrstu leikjum saman við seinasta tímabil þá erum við betri í allri tölfræði. Samt erum við með færri stig. Það er kominn tími til að þetta fari að detta hjá okkur."

Eins og oftast var mikill hiti í kringum Brynjar á vellinum í dag og athygli vakti þegar Omar Sowe gaf honum vænt olnbogaskot í andlitið. Dómarar leiksins sáu ekki atvikið og fékk Omar því ekki refsingu. 

„Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af."

Nú tekur við landsleikjafrí sem Brynjar segir að Leiknismenn verði að nýta vel. „Við þurfum að nýta fríið vel. Sjálfur ætla ég að kíkja til Færeyja og heilsa upp á gamla vini. Svo mætum við í næsta leik til að vinna."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir