Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 29. maí 2022 21:58
Þorsteinn Haukur Harðarson
Binni Hlö: Hann gaf mér tvö olnbogaskot
Brynjar Hlöðversson
Brynjar Hlöðversson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er þreyttur. Þetta var erfitt enda mikið álag á báðum liðum. Það sást á mönnum í lokin," sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, eftir 2-1 tap gegn Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Breiðablik

"Ég er löngu orðinn þreyttur á að segja þetta en við erum að skila ágætis tölfræði eins og ef þú ferð tölfræðina í þessum fyrstu leikjum saman við seinasta tímabil þá erum við betri í allri tölfræði. Samt erum við með færri stig. Það er kominn tími til að þetta fari að detta hjá okkur."

Eins og oftast var mikill hiti í kringum Brynjar á vellinum í dag og athygli vakti þegar Omar Sowe gaf honum vænt olnbogaskot í andlitið. Dómarar leiksins sáu ekki atvikið og fékk Omar því ekki refsingu. 

„Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af."

Nú tekur við landsleikjafrí sem Brynjar segir að Leiknismenn verði að nýta vel. „Við þurfum að nýta fríið vel. Sjálfur ætla ég að kíkja til Færeyja og heilsa upp á gamla vini. Svo mætum við í næsta leik til að vinna."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner