Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 29. maí 2023 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Carvalho ósáttur og lætur alla vita af því - „Eina sem ég geri núna“
Fabio Carvalho
Fabio Carvalho
Mynd: Getty Images
Ný færsla Fabio Carvalho á Instagram virðist gefa í skyn að hann vilji fara frá Liverpool.

Fyrr í dag kom fram að Liverpool hafi hafnað tilboði frá Meistaradeildarfélagi í Carvalho. Fabrizio Romano segir að félögin séu enn í viðræðum og gæti Liverpool hleypt honum í burtu ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Aðeins ár er síðan hann kom til félagsins frá Fulham en hann spilaði aðeins 730 mínútur í 22 leikjum á nýafstöðnu tímabili.

Portúgalski leikmaðurinn vill fá að spila meira og gæti því þurft að færa sig um set en miðað við nýja færslu hans á Instagram þá fær hann ekki að fara.

Carvalho birti mynd af sér með lyndistákni af keðjum eins og honum sé haldið föngnum hjá Liverpool. Einn skrifar undir myndina að hann sé ofurmódel og svaraði Carvalho því með að segja: „Það er það eina sem ég geri núna.“


Enski boltinn - Verðlaun veitt eftir að veislan kláraðist
Athugasemdir
banner
banner