mán 29. maí 2023 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Framtíð Greenwood ekki í höndum Ten Hag
Mason Greenwood
Mason Greenwood
Mynd: Getty Images
Framtíð Mason Greenwood er ekki í höndum hollenska stjórans Erik Ten Hag en þetta sagði stjórinn í viðtali við The Times.

Greenwood hefur ekkert komið við sögu hjá United síðan í janúar á síðasta ári.

Harriet Robson, kærasta Greenwood, birti myndir af áverkum sem hún segir vera af hendi enska leikmannsins. Auk þess birti hún hljóðupptöku þar sem hann þvingar hana til að hafa við sig samræði.

Greenwood var kærður í apríl á síðasta ári fyrir nauðgun og líkamsárás en málið var látið niður falla eftir að ný sönnunargögn komu í ljós.

Manchester United hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð Greenwood en Ten Hag segir þetta ekki í sínum höndum.

„Hann hefur sýnt það áður að hann er fær um að gera,“ sagði Ten Hag þegar hann var spurður hvort Greenwood gæti spilað í framherjastöðunni hjá liðinu en vildi þó ítreka það að framtíð Greenwood væri ekki í hans höndum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner