Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
banner
   mán 29. maí 2023 19:15
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Þetta léttir á öllu
,,Gríðarlega mikilvægt fyrir okkur
Þungu fargi var létt af Hallgrími og hans KA mönnum.
Þungu fargi var létt af Hallgrími og hans KA mönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gríðarlega ánægður. Þetta var frekar jafn leikur og liðin skiptust á að vera með yfirhöndina, en við skorum fjögur mörk og erum með gott hugarfar. Þannig að ég er gríðarlega ánægður með það,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir kærkominn 4-2 sigur á Fram í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Sigurinn léttir á KA liðinu eftir hrikalegt gengi gegn Val, Breiðabliki og Víkingum þar sem að liðið fékk ansi slæma skelli og lenda svo undir í dag, en svara fyrir sig og stíga upp þegar að leikurinn er í járnum. Hallgrímur segir að þetta sanni að í KA liðinu séu flottir karakterar.

„Þetta datt okkar megin. Ég var gríðarlega ánægður með hugarfarið hjá strákunum, vegna þess að við lendum undir og þeir ná svo að jafna sem að okkur fannst ekkert voðalega sanngjarnt. En við höldum áfram og skorum svo tvö mörk í viðbót. Það sýnir mér að við erum ennþá með flotta karaktera og þetta léttir á öllu. Það er erfitt að tapa nokkrum leikjum í röð og þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,'' sagði Hallgrímur.

Hefur slæma gengið legið þungt á KA liðinu eða náði hópurinn að núllstilla sig eftir Víkingstapið? 

„Mér fannst við flottir í dag, fannst við ná að núllstilla okkur. En við lentum snemma undir á móti Víkingum og við fáum náttúrulega skell þar, þannig að það er klárt að það hafði áhrif á menn. En þá akkúrat vill maður fá svona svar og við komum flottir til baka. Við erum undir miklu leikjaálagi og nú erum við í fyrsta skipti að lenda í meiðslum og veikindum líka, þannig að það er álag á mönnum. En við leystum þetta í dag og þrátt fyrir að nokkrir séu frá þá erum við með flottan hóp og frábæra leikmenn á bekknum. Þeir komu inná og breyttu leiknum.''

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner