Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mán 29. maí 2023 19:15
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Þetta léttir á öllu
,,Gríðarlega mikilvægt fyrir okkur
Þungu fargi var létt af Hallgrími og hans KA mönnum.
Þungu fargi var létt af Hallgrími og hans KA mönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gríðarlega ánægður. Þetta var frekar jafn leikur og liðin skiptust á að vera með yfirhöndina, en við skorum fjögur mörk og erum með gott hugarfar. Þannig að ég er gríðarlega ánægður með það,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir kærkominn 4-2 sigur á Fram í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Sigurinn léttir á KA liðinu eftir hrikalegt gengi gegn Val, Breiðabliki og Víkingum þar sem að liðið fékk ansi slæma skelli og lenda svo undir í dag, en svara fyrir sig og stíga upp þegar að leikurinn er í járnum. Hallgrímur segir að þetta sanni að í KA liðinu séu flottir karakterar.

„Þetta datt okkar megin. Ég var gríðarlega ánægður með hugarfarið hjá strákunum, vegna þess að við lendum undir og þeir ná svo að jafna sem að okkur fannst ekkert voðalega sanngjarnt. En við höldum áfram og skorum svo tvö mörk í viðbót. Það sýnir mér að við erum ennþá með flotta karaktera og þetta léttir á öllu. Það er erfitt að tapa nokkrum leikjum í röð og þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,'' sagði Hallgrímur.

Hefur slæma gengið legið þungt á KA liðinu eða náði hópurinn að núllstilla sig eftir Víkingstapið? 

„Mér fannst við flottir í dag, fannst við ná að núllstilla okkur. En við lentum snemma undir á móti Víkingum og við fáum náttúrulega skell þar, þannig að það er klárt að það hafði áhrif á menn. En þá akkúrat vill maður fá svona svar og við komum flottir til baka. Við erum undir miklu leikjaálagi og nú erum við í fyrsta skipti að lenda í meiðslum og veikindum líka, þannig að það er álag á mönnum. En við leystum þetta í dag og þrátt fyrir að nokkrir séu frá þá erum við með flottan hóp og frábæra leikmenn á bekknum. Þeir komu inná og breyttu leiknum.''

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner