Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 29. maí 2023 19:15
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Þetta léttir á öllu
,,Gríðarlega mikilvægt fyrir okkur
Þungu fargi var létt af Hallgrími og hans KA mönnum.
Þungu fargi var létt af Hallgrími og hans KA mönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gríðarlega ánægður. Þetta var frekar jafn leikur og liðin skiptust á að vera með yfirhöndina, en við skorum fjögur mörk og erum með gott hugarfar. Þannig að ég er gríðarlega ánægður með það,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir kærkominn 4-2 sigur á Fram í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Sigurinn léttir á KA liðinu eftir hrikalegt gengi gegn Val, Breiðabliki og Víkingum þar sem að liðið fékk ansi slæma skelli og lenda svo undir í dag, en svara fyrir sig og stíga upp þegar að leikurinn er í járnum. Hallgrímur segir að þetta sanni að í KA liðinu séu flottir karakterar.

„Þetta datt okkar megin. Ég var gríðarlega ánægður með hugarfarið hjá strákunum, vegna þess að við lendum undir og þeir ná svo að jafna sem að okkur fannst ekkert voðalega sanngjarnt. En við höldum áfram og skorum svo tvö mörk í viðbót. Það sýnir mér að við erum ennþá með flotta karaktera og þetta léttir á öllu. Það er erfitt að tapa nokkrum leikjum í röð og þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,'' sagði Hallgrímur.

Hefur slæma gengið legið þungt á KA liðinu eða náði hópurinn að núllstilla sig eftir Víkingstapið? 

„Mér fannst við flottir í dag, fannst við ná að núllstilla okkur. En við lentum snemma undir á móti Víkingum og við fáum náttúrulega skell þar, þannig að það er klárt að það hafði áhrif á menn. En þá akkúrat vill maður fá svona svar og við komum flottir til baka. Við erum undir miklu leikjaálagi og nú erum við í fyrsta skipti að lenda í meiðslum og veikindum líka, þannig að það er álag á mönnum. En við leystum þetta í dag og þrátt fyrir að nokkrir séu frá þá erum við með flottan hóp og frábæra leikmenn á bekknum. Þeir komu inná og breyttu leiknum.''

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner