mán 29. maí 2023 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingarnir í FCK deildarmeistarar annað árið í röð
Íslendingarnir eru komnir með annan titil í hendurnar
Íslendingarnir eru komnir með annan titil í hendurnar
Mynd: Getty Images
FCK er danskur meistari annað árið í röð en þetta varð ljóst eftir að Nordsjælland tapaði fyrir Bröndby, 5-1, í dag.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir á bekknum í liði FCK er það vann Viborg, 2-1, fyrr í dag.

Ísak kom inn af bekknum á 65. mínútu og hjálpaði FCK að landa sigrinum og náði liðið þar með fimm stiga forystu á toppnum.

Nordsjælland þurfti því að vinna sinn leik til að eiga möguleika á að halda í við FCK fyrir lokaumferðina. Það tókst ekki og tapaði liðið 5-1 gegn Bröndby.

Íslendingarnir þrír í FCK eru því danskir meistarar annað árið í röð en Orri Steinn Óskarsson kom auðvitað við sögu í fjórum leikjum með FCK fyrri hluta tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner