Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 29. maí 2023 13:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir Man Utd heppið að komast í Meistaradeildina
Mynd: Getty Images

John Aldridge fyrrum leikmaður Liverpool skrifaði grein á Independent.ie þar sem hann fór yfir tímabil Manchester United í úrvalsdeildinni.


Hann segir að félagið hafi verið heppið að enda í topp fjórum og að slakt gengi Chelsea og Liverpool hafi verið ein af aðal ástæðunum fyrir því.

„Man Utd var heppið í nokkur skipti á tímabilinu en þeir hrösuðu yfir marklínuna í keppninni um topp fjögur. Topp sex í úrvalsdeildinni hefur verið borðleggjandi síðustu ár með nokkrum frávikum," skrifar Aldridge.

„Á þessu tímabili voru miklar breytingar á því og ekkert meikaði sens. Í fyrsta lagi var HM á miðju tímabili sem átti aldrei að fara fram. Fríið hjálpaði Erik ten Hag stjóra Man Utd og Cristiano Ronaldo var hrint út úr félaginu. Þegar úrvalsdeildin byrjaði aftur var Ronaldo orðin gömul frétt og United hélt áfram. Annað sem hjálpaði United voru erkifjendurnir, sérstaklega Chelsea og Liverpool."


Athugasemdir
banner
banner
banner