Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   mið 29. maí 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Ingibjörg segir skilið við Duisburg - „Þetta voru frekar langar vikur"
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu Íslands í Austurríki í dag.
Frá æfingu Íslands í Austurríki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Auðvitað er það stór og mikil hvatning fyrir okkur og við viljum það, en það er meira en að segja það. Þær eru með hörkulið og við þurfum að hitta á okkar besta dag," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í Austurríki í dag en stelpurnar okkar geta komist inn á EM með því að vinna næstu tvo leiki sína gegn Austurríkiskonum.

Ísland sækir Austurríki heim á föstudaginn og spilar svo við þær heima á Laugardalsvelli nokkrum dögum síðar.

„Við erum búnar að skoða þær vel og við vitum hverjir þeirra styrkleikar eru. Við þurfum að takast á við þær í baráttunni og vera klínískar fram á við," segir Ingibjörg. „Ég spilaði gegn flestum af þeirra leikmönnum í Bundesligunni. Það er jákvætt að ég þekki aðeins til þeirra. Þetta eru góðir leikmenn mikla hlaupagetu og það er mikil barátta í þeim."

Stelpurnar hófu leik í undankeppni EM í síðsata mánuði en það var margt jákvætt hægt að taka úr þeim glugga. Liðið er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina og stefnir á að sækja fleiri stig í því verkefni sem núna stendur yfir.

„Það eru margir möguleika. Við þurfum að hitta á góðan dag því þær eru með hörkulið. Þær eru með alveg sömu hvatningu og við. Þær vilja ná í sex stig úr þessum leikjum og tryggja sig inn á EM. Þetta verða hörkuleikir en klárlega möguleikar. Það er mjög mikið undir og við erum tilbúnar í þetta," segir miðvörðurinn.

Sá kafli er búinn
Tímabilið var að klárast hjá Ingibjörgu en hún spilaði eftir áramót með Duisburg í Þýskalandi. Liðið sótti aðeins fjögur stig í 22 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni og endaði í neðsta sæti.

Ingibjörg skrifaði bara undir samning út tímabilið og hún staðfesti við Fótbolta.net að kaflanum hjá Duisburg sé lokið.

„Þetta voru frekar langar vikur en gríðarlega mikil reynsla sem ég tek út úr þessu. Það gekk margt á, en ég fékk mikla reynslu og lærði ótrúlega mikið."

„Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun en ég held ég myndi ekki fara í þetta aftur ef ég fengi annað tækifæri. Það er ekki alltaf dans á rósum á ferlinum. Stundum koma tímar sem eru mjög erfiðir, en þegar maður lítur til baka er það lærdómur."

„Þessi kafli er búinn. Það verður spennandi að sjá hvað gerist næst. Ég veit það ekki sjálf. Ég ætla að klára þetta verkefni og svo tek ég smá sumarfrí. Svo fer ég að hugsa út í þetta," segir Ingibjörg.

Hún segir að einhver félög hafi haft samband en ekkert nógu spennandi. Hún vonast til að spila áfram í einni af sterkustu deildum Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner