Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 29. maí 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Ingibjörg segir skilið við Duisburg - „Þetta voru frekar langar vikur"
Icelandair
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu Íslands í Austurríki í dag.
Frá æfingu Íslands í Austurríki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Auðvitað er það stór og mikil hvatning fyrir okkur og við viljum það, en það er meira en að segja það. Þær eru með hörkulið og við þurfum að hitta á okkar besta dag," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í Austurríki í dag en stelpurnar okkar geta komist inn á EM með því að vinna næstu tvo leiki sína gegn Austurríkiskonum.

Ísland sækir Austurríki heim á föstudaginn og spilar svo við þær heima á Laugardalsvelli nokkrum dögum síðar.

„Við erum búnar að skoða þær vel og við vitum hverjir þeirra styrkleikar eru. Við þurfum að takast á við þær í baráttunni og vera klínískar fram á við," segir Ingibjörg. „Ég spilaði gegn flestum af þeirra leikmönnum í Bundesligunni. Það er jákvætt að ég þekki aðeins til þeirra. Þetta eru góðir leikmenn mikla hlaupagetu og það er mikil barátta í þeim."

Stelpurnar hófu leik í undankeppni EM í síðsata mánuði en það var margt jákvætt hægt að taka úr þeim glugga. Liðið er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina og stefnir á að sækja fleiri stig í því verkefni sem núna stendur yfir.

„Það eru margir möguleika. Við þurfum að hitta á góðan dag því þær eru með hörkulið. Þær eru með alveg sömu hvatningu og við. Þær vilja ná í sex stig úr þessum leikjum og tryggja sig inn á EM. Þetta verða hörkuleikir en klárlega möguleikar. Það er mjög mikið undir og við erum tilbúnar í þetta," segir miðvörðurinn.

Sá kafli er búinn
Tímabilið var að klárast hjá Ingibjörgu en hún spilaði eftir áramót með Duisburg í Þýskalandi. Liðið sótti aðeins fjögur stig í 22 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni og endaði í neðsta sæti.

Ingibjörg skrifaði bara undir samning út tímabilið og hún staðfesti við Fótbolta.net að kaflanum hjá Duisburg sé lokið.

„Þetta voru frekar langar vikur en gríðarlega mikil reynsla sem ég tek út úr þessu. Það gekk margt á, en ég fékk mikla reynslu og lærði ótrúlega mikið."

„Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun en ég held ég myndi ekki fara í þetta aftur ef ég fengi annað tækifæri. Það er ekki alltaf dans á rósum á ferlinum. Stundum koma tímar sem eru mjög erfiðir, en þegar maður lítur til baka er það lærdómur."

„Þessi kafli er búinn. Það verður spennandi að sjá hvað gerist næst. Ég veit það ekki sjálf. Ég ætla að klára þetta verkefni og svo tek ég smá sumarfrí. Svo fer ég að hugsa út í þetta," segir Ingibjörg.

Hún segir að einhver félög hafi haft samband en ekkert nógu spennandi. Hún vonast til að spila áfram í einni af sterkustu deildum Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner