Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 22:21
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Fiorentina tapar úrslitaleiknum annað árið í röð
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Olympiakos 1 - 0 Fiorentina
1-0 Ayoub El Kaabi ('116)

Olympiakos og Fiorentina áttust við í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í kvöld og settu Ítalirnir boltann í netið strax eftir níu mínútna leik, en markið dæmt af vegna rangstöðu eftir athugun í VAR herberginu.

Fiorentina var sterkari aðilinn í leiknum en Grikkirnir í liði Olympiakos fengu einnig sín færi í nokkuð lokuðum leik.

Christian Kouamé fékk besta færi Fiorentina í síðari hálfleik á meðan Vicente Iborra komst nálægt því að skora fyrir Olympiakos, en boltinn fór ekki í netið og var staðan enn markalaus eftir 90 mínútur. Því var flautað til framlengingar.

Það ríkti meira jafnræði með liðunum í framlengingunni og þegar allt virtist stefna í vítaspyrnukeppni tókst Olympiakos loksins að skora. Ayoub El Kaabi var þar á ferðinni eftir frábæra fyrirgjöf frá Santiago Hezze.

Fiorentina tókst ekki að jafna á lokamínútunum og niðurstaðan 1-0 sigur Olympiakos. Í fyrsta sinn sem grískt félagslið vinnur Evrópukeppni.

Þetta er annað árið í röð sem Fiorentina tapar úrslitaleik Sambandsdeildarinnar, eftir tap gegn West Ham United í fyrra.

Olympiakos er vel að þessum sigri komið eftir frábæra sigra í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar, þar sem liðið lagði Fenerbahce að velli og tók svo Aston Villa í kennslustund.

Olympiakos er fyrsta gríska félagið til að vinna Evrópukeppni í sögunni, þó að gríska landsliðið hafi afrekað það 2004.

Video of Olympiacos Fans celebrating in Athens after Olympiacos won the Conference League
byu/dragon8811 insoccer

Athugasemdir
banner
banner