Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 14:39
Elvar Geir Magnússon
Sekt vegna framkomu í garð Gunnars Odds dómara
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar.
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ hefur sektað 3. deildarfélagið Árbæ um 75 þúsund krónur vegna opinberra ummæla og framkomu þjálfara liðsins, Baldvins Más Borgarssonar.

Er það mat málskotsnefndar að um sé að ræða ósæmilega hegðun sem sýni vanvirðingu á starfi dómara.

Baldvin skrifaði færslu á X þar sem sást að hann setti sig milliliðalaust í samband við dómarann Gunnar Odd Hafliðason vegna bikarleiks Árbæjar og Fram frá 25. apríl. Að mati nefndarinnar vegur Baldvin að persónu viðkomandi dómara og eykur á alvarleika máls.

„Jújú Gunnar Oddur vinur minn sem ranglega rak minn mann útaf i bikarnum gegn Fram fyrir að lata sparka í sig, ákvað líka að reka Adam Páls utaf fyrir að segja Dóra Árna verðskuldað að fokking halda kjafti," skrifaði Baldur á samfélagsmiðlinum.

„Erum við ekki með eitthvað gott atak i gangi, #gerumbetur eða eh?. Neinei, svo er þetta enginn shocker þegar menn fara bara inn í skelina frekar en að takast á við mistökin, sjáum hvort hann ákveði að amk seena þetta wake up call sem ég bætti við áðan…“

Með færslu Baldvins á X-inu var birt skjáskotið hér að neðan af einkaskilaboðum hans á Facebook messenger til Gunnars Odds dómara vegna leiks Árbæjar og Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner