Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 29. júní 2020 22:18
Anton Freyr Jónsson
Blendnar tilfinningar Óla Stígs: Gríðarlega ánægður en hræðilegt að missa Helga
Ólafur Stígsson þjálfari Fylkis
Ólafur Stígsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Grótta mættust í hörkuleikí Árbænum í kvöld og endaði leikurinn 2-0 fyrir Fylkismönnum. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði bæði mörk Fylkis í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  0 Grótta

Ólafur Stígsson annar þjálfari Fylkis var létt eftir að fyrsti sigur sumarsins var í höfn.

„Fyrstu viðbrögð bara gríðarlega ánægður með að ná þessum 3 stigum sem við ætluðum okkur. Hræðilegt að missa Helga sem er brotinn að öllum líkindum. Það er er kannski slæma við þetta en góða við þetta er að við unnum leikinn."

Helgar Valur Daníelsson meiðist illa á 51. mínútu leiksins þegar hann lendir illa í því eftir tæklingu. Ólafur telur að þetta sé sköflungurinn sem er brotinn.

„Miðað við það sem við heyrum þá er þetta sköflungurinn."

Sam Hewson var ekki í leikmannahóp Fylkis í kvöld og var Óli spurður út í hans fjarveru.

„Bara tæpur í hnénu."

Fylkismenn eru komnir á blað í deildinni og var Óli alsæll með fyrstu þrjú stig sumarsins væri í höfn.

„Já já, gríðarlega gott, við náum líka að halda hreinu sem er
gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Við erum alsælir með þessi þrjú stig. Leikirnir eru búnir að þróast hjá okkur þannig að við erum búnir að bæta okkur með hverjum leik og vonandi höldum við því bara áfram."


Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner