Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mið 29. júní 2022 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Amber: Við vorum óheppnar
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Amber Kristin Michel í leik með Stólunum
Amber Kristin Michel í leik með Stólunum
Mynd: Hrefna Morthens
Amber Kristin Michel, markvörður Tindastóls, hafði í nógu að snúast í 1-1 jafntefli liðsins gegn toppliði FH í Lengjudeild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

Bandaríski markvörðurinn þurfti að taka á stóra sínum gegn FH-ingum. Hugrún Pálsdóttir náði forystunni í leiknum og var jafnvel nálægt því að bæta við öðru á meðan Amber reyndi að halda rammanum lokuðum hinum megin á vellinum.

Hún átti nokkrar frábærar vörslur í leiknum og hélt Stólunum á lífi en gat ekki komið í veg fyrir jöfnunarmarkið á 83. mínútu er Telma Hjaltalín Þrastardóttir átti skot af varnarmanni og í netið.

„Við komum hingað vitandi það að þetta yrði áskorun og mér fannst bæði lið mæta til leiks af krafti og því miður endaði þetta með jafntefli. Við vorum óheppnar með þetta mark en bæði lið börðust og það var nóg af færum og því endaði þetta 1-1," sagði Amber.

„Við vitum að FH er erfiður mótherji og við erum að berjast um toppsætið en liðið okkar gerði frábærlega í dag og allir lögðu sig hundrað prósent fram. Ég er svo stolt af liðinu og við fengum stig og ætlum að taka það með okkur í næstu leiki."

Amber var hógvær í viðtalinu og vildi ekki einblína á eigin frammistöðu og hrósaði öllu liðinu fyrir stigið sem fékkst í dag.

„Ég er svo stolt af vörninni. Þær voru að henda sér í tæklingar og allt liðið lagði sig fram. Jafntefli er sanngjörn niðurstaða í dag."

„Við tökum stigið. Við vildum þrjú en við tökum stigið og höldum áfram og verðum klárar fyrir seinni hluta tímabilsins," sagði Amber við Fótbolta.net en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir