Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   mið 29. júní 2022 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Amber: Við vorum óheppnar
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Amber Kristin Michel í leik með Stólunum
Amber Kristin Michel í leik með Stólunum
Mynd: Hrefna Morthens
Amber Kristin Michel, markvörður Tindastóls, hafði í nógu að snúast í 1-1 jafntefli liðsins gegn toppliði FH í Lengjudeild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

Bandaríski markvörðurinn þurfti að taka á stóra sínum gegn FH-ingum. Hugrún Pálsdóttir náði forystunni í leiknum og var jafnvel nálægt því að bæta við öðru á meðan Amber reyndi að halda rammanum lokuðum hinum megin á vellinum.

Hún átti nokkrar frábærar vörslur í leiknum og hélt Stólunum á lífi en gat ekki komið í veg fyrir jöfnunarmarkið á 83. mínútu er Telma Hjaltalín Þrastardóttir átti skot af varnarmanni og í netið.

„Við komum hingað vitandi það að þetta yrði áskorun og mér fannst bæði lið mæta til leiks af krafti og því miður endaði þetta með jafntefli. Við vorum óheppnar með þetta mark en bæði lið börðust og það var nóg af færum og því endaði þetta 1-1," sagði Amber.

„Við vitum að FH er erfiður mótherji og við erum að berjast um toppsætið en liðið okkar gerði frábærlega í dag og allir lögðu sig hundrað prósent fram. Ég er svo stolt af liðinu og við fengum stig og ætlum að taka það með okkur í næstu leiki."

Amber var hógvær í viðtalinu og vildi ekki einblína á eigin frammistöðu og hrósaði öllu liðinu fyrir stigið sem fékkst í dag.

„Ég er svo stolt af vörninni. Þær voru að henda sér í tæklingar og allt liðið lagði sig fram. Jafntefli er sanngjörn niðurstaða í dag."

„Við tökum stigið. Við vildum þrjú en við tökum stigið og höldum áfram og verðum klárar fyrir seinni hluta tímabilsins," sagði Amber við Fótbolta.net en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner