Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   mið 29. júní 2022 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Amber: Við vorum óheppnar
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Amber Kristin Michel í leik með Stólunum
Amber Kristin Michel í leik með Stólunum
Mynd: Hrefna Morthens
Amber Kristin Michel, markvörður Tindastóls, hafði í nógu að snúast í 1-1 jafntefli liðsins gegn toppliði FH í Lengjudeild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

Bandaríski markvörðurinn þurfti að taka á stóra sínum gegn FH-ingum. Hugrún Pálsdóttir náði forystunni í leiknum og var jafnvel nálægt því að bæta við öðru á meðan Amber reyndi að halda rammanum lokuðum hinum megin á vellinum.

Hún átti nokkrar frábærar vörslur í leiknum og hélt Stólunum á lífi en gat ekki komið í veg fyrir jöfnunarmarkið á 83. mínútu er Telma Hjaltalín Þrastardóttir átti skot af varnarmanni og í netið.

„Við komum hingað vitandi það að þetta yrði áskorun og mér fannst bæði lið mæta til leiks af krafti og því miður endaði þetta með jafntefli. Við vorum óheppnar með þetta mark en bæði lið börðust og það var nóg af færum og því endaði þetta 1-1," sagði Amber.

„Við vitum að FH er erfiður mótherji og við erum að berjast um toppsætið en liðið okkar gerði frábærlega í dag og allir lögðu sig hundrað prósent fram. Ég er svo stolt af liðinu og við fengum stig og ætlum að taka það með okkur í næstu leiki."

Amber var hógvær í viðtalinu og vildi ekki einblína á eigin frammistöðu og hrósaði öllu liðinu fyrir stigið sem fékkst í dag.

„Ég er svo stolt af vörninni. Þær voru að henda sér í tæklingar og allt liðið lagði sig fram. Jafntefli er sanngjörn niðurstaða í dag."

„Við tökum stigið. Við vildum þrjú en við tökum stigið og höldum áfram og verðum klárar fyrir seinni hluta tímabilsins," sagði Amber við Fótbolta.net en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner