Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin draumabyrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alla Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
Bjarni: Gleði og hamingja
Alda Ólafsdóttir: Ótrúlega ánægð með fyrstu þrjú stigin
Skarphéðinn: Ógeðslega lélegt hjá okkur
Bergdís: Fannst úrslitin ekki segja nákvæmlega hvernig leikurinn spilaðist
Telma: Best fyrir mig í þessari stöðu útaf EM í sumar
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
   mið 29. júní 2022 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Amber: Við vorum óheppnar
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Amber Kristin Michel í leik með Stólunum
Amber Kristin Michel í leik með Stólunum
Mynd: Hrefna Morthens
Amber Kristin Michel, markvörður Tindastóls, hafði í nógu að snúast í 1-1 jafntefli liðsins gegn toppliði FH í Lengjudeild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

Bandaríski markvörðurinn þurfti að taka á stóra sínum gegn FH-ingum. Hugrún Pálsdóttir náði forystunni í leiknum og var jafnvel nálægt því að bæta við öðru á meðan Amber reyndi að halda rammanum lokuðum hinum megin á vellinum.

Hún átti nokkrar frábærar vörslur í leiknum og hélt Stólunum á lífi en gat ekki komið í veg fyrir jöfnunarmarkið á 83. mínútu er Telma Hjaltalín Þrastardóttir átti skot af varnarmanni og í netið.

„Við komum hingað vitandi það að þetta yrði áskorun og mér fannst bæði lið mæta til leiks af krafti og því miður endaði þetta með jafntefli. Við vorum óheppnar með þetta mark en bæði lið börðust og það var nóg af færum og því endaði þetta 1-1," sagði Amber.

„Við vitum að FH er erfiður mótherji og við erum að berjast um toppsætið en liðið okkar gerði frábærlega í dag og allir lögðu sig hundrað prósent fram. Ég er svo stolt af liðinu og við fengum stig og ætlum að taka það með okkur í næstu leiki."

Amber var hógvær í viðtalinu og vildi ekki einblína á eigin frammistöðu og hrósaði öllu liðinu fyrir stigið sem fékkst í dag.

„Ég er svo stolt af vörninni. Þær voru að henda sér í tæklingar og allt liðið lagði sig fram. Jafntefli er sanngjörn niðurstaða í dag."

„Við tökum stigið. Við vildum þrjú en við tökum stigið og höldum áfram og verðum klárar fyrir seinni hluta tímabilsins," sagði Amber við Fótbolta.net en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir