
„Ég er ótrúlega sátt með að koma til baka í seinni hálfleik, við spiluðum bara mjög góðan seinni hálfleik og tökum með okkur sigur inná EM. Það er bara gríðarlega mikilvægt fyrir sjálfstraustið og liðið," sagði landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir eftir sigur á Póllandi í vináttulandsleik í dag.
Lestu um leikinn: Pólland 1 - 3 Ísland
„Maður finnur að það er langt síðan margar af okkur hafa spilað leik, búnar að vera í fríi síðan í maí og vorum svolítið að finna okkur sem lið í fyrri hálfleik og svo var gríðarlega heitt líka. Kannski var þetta blanda af mörgu, þetta var klárlega ekki nógu góður hálfleikur en mikið styrkleikamerki að við komum svona vel til baka í seinni hálfleik og náum að snúa þessu við."
Glódís var að glíma við Ewa Pajor í leiknum, Pajor er leikmaður Wolfsburg.
„Hún er gríðarlega öflug, frábær leikmaður og gott að fá að spila á móti svona hörkuleikmanni rétt fyrir EM. Það kveikir aðeins á huganum og fótunum og öllu."
„Já klárlega, það er gott fyrir okkur og gott fyrir sjálfstraustið (að taka þenann sigur). Núna förum við bara glaðar inn á EM," sagði Glódís.
Viðtalið í heild má sjá hér að ofan
Athugasemdir