Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   þri 29. júlí 2014 20:43
Arnar Daði Arnarsson
Jón Ólafur: Eigum að fá víti í stöðunni 0-0
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV í Pepsi-deild kvenna, var svekktur með 4-0 tap liðsins gegn Stjörnunni í dag.

Harpa Þorsteinsdóttir gerði þrennu fyrir Stjörnuna í dag en Eyjastúlkur byrjuðu þó leikinn vel en gátu þó ekki búið til mörk úr góðri byrjun.

,,Við eyddum rosalegri orku í fyrsta hálftímann. Þær voru svosem ekki búnar að gera neitt í leiknum en þær kunna að nýta sér aðstæður og gera það best úr þeim, þetta er frábært lið," sagði Jón Ólafur við Fótbolta.net.

,,Það hefur borið dálítið á því í sumar þegar við erum að búa til dauðafæri þá vantar kannski smá gæði í sendinguna þá náum við kannski að fá færri færi en við erum lánlausar og erum að reyna að vinna í því."

,,Það eru ekki meir en sjö ár síðan kvennafótbolti var ekki til í ÍBV, hvorki annar né meistaraflokkur. Það hefur verið gríðarlegur stígandi í þessu og það kemur að því að það kemur dýfa í þetta og það er sennilega núna. Aldrei uppgjö í Vestmanneyingum, við reynum að finna lausnir og vonandi tekst það."

,,Við höfum verið rosalega lánlausar í sumar. Í stöðunni 0-0 í dag eigum við að fá vítaspyrnu, klárlega hendi innan vítateigs en það fellur bara ekki með okkur,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner