Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 29. júlí 2020 22:04
Mist Rúnarsdóttir
Karólína Lea: Sokkaði Steina
Kvenaboltinn
Karólína Lea skoraði tvö fyrstu mörk Blika í leiknum, hennar fyrstu deildarmörk í sumar
Karólína Lea skoraði tvö fyrstu mörk Blika í leiknum, hennar fyrstu deildarmörk í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var mjög góður af okkar hálfu. Við náðum að klára þetta í fyrri hálfleik þannig að við gátum verið að skipta mikið og spilað okkar leik,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sjöunda sigurleik liðsins í röð í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  4 Breiðablik

„Við ætluðum að nota kantana. Við erum náttúrulega með rosalegan sprengikraft á köntunum. Við vildum fá fyrirgjafir, fara Blikaleiðina,“ sagði Karólína um upplegg Breiðabliks í leiknum en sjálf komst hún á blað með tveimur fyrstu mörkum leiksins. Þetta voru jafnframt hennar fyrstu mörk í sumar en Þorsteinn Halldórsson, þjálfari, hafði talað um það í viðtali um daginn að hann vildi að markaskorun liðsins dreifðist meira.

„Hann var eitthvað að skjóta á mig í gær og segja að ég væri ekki búin að skora nóg svo ég bara sokkaði hann smá,“ sagði Karólína létt en bæði mörk hennar skoraði hún með hnitmiðuðu skoti úr teignum.

„Þau (mörkin) voru eiginlega alveg eins. Ég gerði mitt þarna fyrir utan teiginn og það var kærkomið að skora loksins.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Karólínu Leu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner