Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. júlí 2022 10:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valgeir til Örebro (Staðfest) - María Lena fer líka til Svíþjóðar
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Örebro
Valgeir í leik með HK.
Valgeir í leik með HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Lena Ásgeirsdóttir.
María Lena Ásgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson er búinn að fá félagaskipti frá HK yfir til sænska félagsins Örebro.

Sænska félagið staðfestir það í dag að það hafi gengið frá kaupum á Valgeiri frá HK.

„Við höfum fylgst með Valgeiri lengi og við sjáum fyrir okkur að hann geti náð mjög langt," segir Axel Kjäll, þjálfari Örebro. Valgeir er sjálfur spenntur og stefnir hann á það að hjálpa liðinu að komast aftur upp í deild þeirra bestu.

Valgeir er fjölhæfur leikmaður sem verður tvítugur í september. Valgeir er U21 landsliðsmaður sem er uppalinn hjá HK. Veturinn 2020-21 var hann á láni hjá enska félaginu Brentford þar sem hann spilaði með varaliði félagsins.

Örebro er sem stendur um miðja B-deildina í Svíþjóð.

María Lena líka til Svíþjóðar
Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net þá fer María Lena Ásgeirsdóttir, kærasta Valgeirs, með honum til Svíþjóðar og mun hún ganga til liðs við lið Örebro sem er í neðri deildunum þar í landi.

María Lena er öflugur markaskorari sem hefur leikið með HK undanfarin ár. Hún var markahæsti leikmaður 2. deildar árið 2020 er hún gerði 17 mörk í 16 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner